Búsetuúrræði
Vinakot býður upp á heimilislegt búsetuúrræði þar sem markmiðið er að einstaklingarnir upplifi sig örugga og velkomna. Í tilfelli hvers og eins skjólstæðings er unnið eftir hugmyndum atferlismótunar og útbúin sérsniðin umönnunaráætlun með tilliti til þjónustuþarfar viðkomandi.
Þjónustumiðstöð
Vinakot starfrækir þjónustumiðstöð sem býður upp á margs konar úrræði og lausnir í málefnum barna og unglinga með fjölþætta vanda. Þjónustumiðstöð er yfirheiti yfir fjölbreytta starfsemi sem byggist á heildrænni nálgun og sveigjanlegri þjónustu.
Skólakot
Skólakot er sniðið að þörfum nemenda með fjölþættan vanda. Skólakot er hugsað fyrir nemendur sem hafa útskrifast úr grunnskóla eða eru í grunnskóla og hafa þurft einstaklingsmiðað nám á sinni skólagöngu.
Um Vinakot
Hver erum við?
Vinakot starfrækir búsetuúrræði, heimaþjónustu og inngripsteymi ætlað börnum og ungmennum sem eru að glíma við fjölþættan vanda. Þessi vandi getur falið í sér hegðunarvanda, vímuefnavanda, geðsjúkdóma, fatlanir og þroskafrávik. Þjónustan er einstaklingsmiðuð og unnin í samráði og samstarfi við alla málsaðila.
Hafa samband
Opnunartími skrifstofu
Mán – Fös: 8:00-16:00
Lau – Sun : Lokað