Fagmennska
Við erum ábyrg og heiðarleg.
Við fylgjum eftir verkefnum sem við tökum að okkur.
Við erum vandvirk og útfærum hvert verkefni markvisst af sérstakri færni
Umhyggja
Við höfum trú á okkar skjólstæðingum.
Við höfum hag skjólstæðinga okkar alltaf að leiðarljósi.
Við sýnum skilning með því að hlusta og reyna að setja okkur í spor annarra.
Traust
Við sýnum traust með því að vera í samvinnu og sýna sanngirni.
Við myndum traust með því að vera heiðarleg og áreiðanleg í starfi.
Um Vinakot
Hver erum við?
Vinakot er heimilislegt búseturúrræði fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda. Boðið er upp á langtíma- og skammtímavistun ásamt hvíldarinnlögnum.
Vinakot er úrræði ætlað börnum og ungmennum sem eru að glíma við fjölþættan vanda. Þessi vandi getur falið í sér einhverfu, ADHD, hegðunarvanda, geðsjúkdóma, fatlanir, tölvufíkn, sjálfsskaða, tengslavanda, þroskaskerðingu, áhættuhegðun, félagslega einangrun og bágar uppeldisaðstæður.
Vinakot er með 7 pláss í búsetu fyrir langtíma- og skammtímavistun þar sem þörfum ungmenna er mætt hverju sinni.
Við bjóðum upp á ráðgjöf, fræðslu, einstaklingsviðtöl, hópastarf og heimaráðgjöf.
Það er einnig hægt að óska eftir því að Vinakot leggi fram tilboð í sértæk verkefni.
Mannauður Vinakots
Vinakot hefur á að skipa fjölbreyttan hóp starfsfólks sem býr yfir víðtækri reynslu, menntun og metnaði til að stuðla að vandaðri þjónustu fyrir skjólstæðinga. Við leggjum upp úr því að fá til okkur áhugasama og drífandi fagaðila til starfa.
Hjá Vinakoti starfa meðal annars þroskaþjálfar, sálfræðingar, kennarar, tómstundafræðingar, vímuefnaráðgjafar, sjúkraliðar og háskólanemar.
Allt starfsfólk fær reglulega fræðslu og sækir námskeið sem nýtist í starfi. Einnig fær það reglulegan aðgang að handleiðslu.
Hlutverk okkar er að:
Vera leiðandi í fjölbreyttri og sérhæfðri þjónustu fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda.
Leitast við að auka lífsgæði þessara barna og ungmenna með því að veita einstaklingsmiðaða þjónustu í nærumhverfi
þeirra.
Leggja metnað í að stuðla að markvissri símenntun og fræðslu til að tryggja öflugan og samheldin starfsmannahóp.
Standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna með fjölþættan vanda.
Markmið okkar eru að:
Búa skjólstæðingi heimili við sem eðlilegastar aðstæður þar sem líkamlegum, andlegum og félagslegum þörfum hans er mætt.
Stuðla að alhliða þroska og heilbrigði skjólstæðings, efla félagsfærni og sjálfsmynd.
Að hegðunarerfiðleikar skjólstæðings minnki og samskiptahæfni aukist.
Draga úr eða stöðva áhættuhegðun.
Styrkja og bæta tengsl skjólstæðings við nákomna og undirbúa hann til þátttöku í sínu nærumhverfi.
Skjólstæðingur fái nám eða vinnu við hæfi til að efla stöðu hans til frekara náms eða þátttöku á vinnumarkaði.
Samstarfsaðilar okkar
Við erum í samstarfi við ýmsa skóla
Brúarskóli
Lækjarskóli
Tækniskólinn
Við erum í samstarfi við flest sveitarfélög
Akranes
Garðabær
Hafnarfjörður
Kópavogur
Mosfellsbær
Reykjavík
Reykjanesbær
Meðal samstarfsaðila eru
Barnaverndarnefndir Sveitarfélaga
Barnaverndarstofa
BUGL
Fjölsmiðjan
Menntamálaráðuneyti
Olnbogabörn
Sjónarhóll
Stuðlar
Vinaskjól
Örvi- Starfsþjálfun
Senda fyrirspurn
Heimilisfang
Síðumúli 28, 108 Reykjavík
Vinakot ehf.
vinakot@vinakot.is
415-0810
Opnunartími skrifstofu
Mán – Fös: 8:00-16:00
Lau – Sun : Lokað