Vinakot
Þjónustam sem við bjóðum uppá
Búsetuúrræði
Í Vinakoti eru í dag starfræk búsetuúrræði ætluð börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Mikil áhersla er lögð á að hafa úrræðin heimilisleg.
Skjólstæðingar eru með sín eigin herbergi sem þau gera persónuleg með aðstoð starfsmanna og er lagt mikið upp úr því að þeir nái að upplifa sig örugga og með heimili hjá okkur.
Við vinnum eftir hugmyndafræðinni tengslamyndandi nálgun ásamt því að vinna eftir atferlismótandi kerfum í formi athafnasamninga sem sérsniðnir eru að hverjum og einum. Samningarnir eru byggðir upp sem dagskipulag með áherslu á virkni, félagsfærniþjálfun og rútínu.
Ef þú ert með spurningar varðandi búsetu okkar getur þú sent tölvupóst á vinakot@vinakot.is eða haft samband í síma 415 0180.
Vinnukot
Vinnukot er vinnumarkaðsúrræði ætlað ungmennum með fjölþættan vanda, Vinnukot leggur upp með að vera fræðandi, í góðum tengslum við vinnumarkaðinn og vera fýsilegur kostur fyrir þennan hóp einstaklinga sem oft þarf hjálp og stuðning við að velja sér leiðir í lífinu.
Ef þú ert með spurningar varðandi búsetu okkar getur þú sent tölvupóst á vinakot@vinakot.is eða haft samband í síma 415 0180.
Skólakot
Skólakot starfar eftir aðalnámskrá grunnskóla en stuðst er við fjölbreytta og einstaklingsmiðaða kennsluhætti. Kennslan er aðlöguð að þörfum og styrkleikum nemenda og kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og taka mið af áhugasviði hvers og eins. Gerð er einstaklingsnámskrá fyrir hvern og einn nemenda þar sem kennslumarkmið koma fram en einstaklingsnámskráin er aðlöguð færni og getu hvers nemenda en er þó í stöðugri þróun eftir því sem líður á. Í einstaklingsnámskrá er miðað við grunnþætti menntunar eins og kemur fram í aðalnámskrá grunnskólanna..
Ef þú ert með spurningar varðandi búsetu okkar getur þú sent tölvupóst á vinakot@vinakot.is eða haft samband í síma 415 0180.
Atlas – Frístundarklúbbur
Frístundarklúbburinn Atlas er starfræktur á Hringhellu 9a en hann er fyrir grunnskólabörn á höfuðborgarsvæðinu með fjölþættan vanda sem hafa meiri þjónustuþörf. Markmið okkar er margþætt og snýst meðal annars um að rjúfa félagslega einangrun og efla félagsfærniþjálfun með skipulögðu tómstundarstarfi.
Ef þú ert með spurningar varðandi búsetu okkar getur þú sent tölvupóst á vinakot@vinakot.is eða haft samband í síma 415 0180.