Skólakot – Úrræði fyrir börn og unglinga í 3.-10 bekk…
með fjölþættan vanda sem eiga erfitt með að fóta sig í hefðbundnu skólaumhverfi. Í Skólakoti er persónulegt og nemendamiðað nám þar sem unnið er með styrkleika og veikleika hvers og eins en markmiðið er að nemendur geti að lokum farið aftur í sinn heimaskóla, hvort sem það væri í sérúrræði eða í hefðbundna kennslustofu.
Skólakot – Úrræði fyrir börn og unglinga í 3.-10 bekk…
með fjölþættan vanda sem eiga erfitt með að fóta sig í hefðbundnu skólaumhverfi. Í Skólakoti er persónulegt og nemendamiðað nám þar sem unnið er með styrkleika og veikleika hvers og eins en markmiðið er að nemendur geti að lokum farið aftur í sinn heimaskóla, hvort sem það væri í sérúrræði eða í hefðbundna kennslustofu.
Hugmyndafræði Skólakots
Skólakot starfar eftir hugmyndafræðinni tengslamyndandi nálgun. Lögð er áhersla á að starfsfólk hafi þekkingu og færni til að setja hegðun í merkingarbært samhengi. Til að ná því markmiði þá sendum við starfsfólk reglulega á námskeið og fáum sérfræðinga til að koma inn með fræðslu.Innan ramma tengslamyndandi nálgunar er notast við aðferðir atferlisfræðinnar.
“Tengslamyndandi nálgun felur í sér að stuðningsfulltrúar og kennarar sýni umhyggju, hlýju og skilning í samskiptum og snýst um hvernig þeir hugsa um og bregðast við þörfum nemenda.”
ATFERLISMÓTANDI KERFI
Skólakot vinnur eftir atferliskerfum með notkun Beanfee forritsins í spjaldtölvum og/eða símum. Beanfee er hugbúnaður til atferlisþjálfunar fyrir ungmenni og er einstaklingsmiðaður að hverjum og einum nemenda Skólakots og hefur meðal annars verið í notkun á BUGL. Kerfið gerir nemendum kleift að taka þátt í að velja sér það form umbunar sem þeim þykir eftirsóknarverð hvort sem það sé í formi afþreyingar eða efnislegra hluta.
ÁÐUR EN KENNSLA HEFST
Með leyfi forráðamanna sest atferlisfræðingur frá okkur niður með aðila sem hefur starfað með nemendanum í að minnsta kosti 1-2 ár í skólanum sem hann var í áður en kerfið er sett upp. Ef enginn hefur verið að starfa með nemendanum er sest niður með forráðarmanni hans í staðinn.
Viðtal
Atferlisráðgjafinn tekur staðlað viðtal þar sem er farið yfir helstu áhugamál nemandans, þau vandamál sem voru til staðar og hvernig kennaranum eða stuðningsfulltrúanum fannst best að taka á þeim og einnig hvað þeim fannst virka illa. Viðtalið er opið og tekur um eina klukkustund.
Kennslan í Skólakoti
Skólakot starfar eftir aðalnámskrá grunnskóla en stuðst er við fjölbreytta og einstaklingsmiðaða kennsluhætti. Kennslan er aðlöguð að þörfum og styrkleikum nemenda og kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og taka mið af áhugasviði hvers og eins. Gerð er einstaklingsnámskrá fyrir hvern og einn nemenda þar sem kennslumarkmið koma fram en einstaklingsnámskráin er aðlöguð færni og getu hvers nemenda en er þó í stöðugri þróun eftir því sem líður á. Í einstaklingsnámskrá er miðað við grunnþætti menntunar eins og kemur fram í aðalnámskrá grunnskólanna.
Uppbyggilegar aðferðir með jákvæðri styrkingu
Til að nemendum líði sem best í skólanum að þá byggja kennsluhættir á uppbyggilegum aðferðum og jákvæðar leiðir eru nýttar til að bæta færni nemenda eins og til dæmis hrós, umbun og hvatning. Reynt er að hvetja til sjálfstæðis hjá nemendum og þeim leyft að hafa skoðanir á ákvörðunum varðandi námsefni, þemalotur og þau viðfangsefni sem þau taka sér fyrir hendur.
KENNSLUTÍMI
Kennslutími tekur mið af aðalnámskrá og reglum varðandi lágmarks kennslutíma. Dagsskipulag er einstaklingsmiðað en flestir nemendur eru að mæta milli 8 og 9 og frístundastarf að hefjast um 14 leitið.
MARKMIÐ
Markmið skólakots er að vera heildstæður skóli sem býður upp á þjónustu fyrir nemendur allan ársins hring með sama starfsfólkinu til halds og trausts. Þetta er gert til að byggja upp öryggi hjá nemendum og raska sem minnst rútínu þeirra.
ENDURGJÖF KENNARA
Eftir skóladaginn er farið yfir hvernig dagurinn gekk þar sem nemendur fá endurgjöf frá kennaranum sínum. Rætt er það jákvæða sem stóð upp úr og það sem hefði betur mátt fara. Mikilvægt er að meta árangur jafnt og þétt til að hægt sé að aðlaga kennsluna að getu og þörfum nemenda hverju sinni. Tekið er mið af markmiðum úr einstaklingsnámskrá nemenda og frammistaða metin út frá þeim. Námsmat þarf að vera fjölbreytt og geta endurspeglað færni
HÓPUMBUNARKERFI
Skólakot er með hópumbunarkerfi fyrir nemendurnar sem var sett upp til að stuðla að betri félagslegum tengslum og samstöðu milli nemenda. Markmið og umbunir taka mið af þörfum og löngunum nemendahópsins. Með þessu er nemendum kennt hvernig þeir geta betur umgengis jafnaldra sína og unnið saman að sameiginlegu markmiði.
ÞEMAVINNA
Þemalotur
Í hverjum mánuði er þemalota í skólakoti þar sem gestakennarar koma og kenna nemendum okkar eitthvað nýtt og spennandi. Dæmi um þema er meðal annars; forritun, næringarfræði, jákvæð sálfræði, útivistarnámskeið þar sem skátar koma og kenna nemendum á óbyggðirnar, fjármálalæsi, matreiðsla og margt fleira. Við val á þema hverju sinni er tekið mið af áhugasviði nemenda og starfsmenn skólakots aðstoða nemendur við að tileinka sér fræðsluna en dagana í kring er farið í grunnþættina sem tengjast þemalotunni hverju sinni, en markmiðið er að gera þetta á skemmtilegann hátt sem nemendur hafa bæði gagn og gaman af. Unnin eru fjölbreytt verkefni í hópum sem tengjast þemalotunni en með því er í leiðinni þjálfað nemendur í að vinna saman í hóp og félagslegu tengslin styrkt.
ÍÞRÓTTA OG SUNDKENNSLA
Íþróttakennsla
Fjölbreytt íþróttakennsla er á vegum skólakots en þar fá nemendur meðal annars að kynnast CrossFit þjálfun frá CrossFit gestakennara. Íþróttakennsla fer fram bæði innan- og utandyra og er skipulögð af Íþróttakennara sem tekur mið af áhuga og færni nemenda. Reynt er að hafa íþróttakennsluna sem fjölbreyttasta og skemmtilegasta og hún er einnig nýtt til að þjálfa hópefli og félagsfærni nemenda.
Sundkennsla
Skólakot er með sundkennara á sínum vegum sem þjálfar nemendur í sundkennslu í sundlaug í Hafnarfirði. Hópurinn fer saman í sundkennslu en miðað er við aldur og færni hvers og eins nemenda. Stuðningsfulltrúar fylgja nemendum í sund og eru þeim til halds og trausts undir handleiðslu sundkennara.
Aðlögun í hverfisskóla
Markmið aðlögunar
Markmið Skólakots er að styrkja nemendur og gera þá tilbúna til að fara aftur í sinn heimaskóla hvort sem að það sé í sérúrræði eða í hefðbundna kennslustofu.
EINSTAKLINGSMIÐUÐ AÐLÖGUN MEÐ STUÐNING
Aðlögunin er einstaklingsmiðuð og unnið er með forráðarmönnum og félagsráðgjafa hvers nemenda til að meta hvort og hvenær sá tími er kominn sem nemandi er tilbúinn að fara aftur í heimaskólann sinn. Nemendur hafa oftast verið að byrja í verkgreinum og/eða matmálstímum
og frímínútum í heimaskólanum og staðan er tekin jafnt og þétt hvort að nemandi sé reiðubúinn að vera í fleiri tímum. Stuðningsfulltrúi frá Skólakoti fer með nemanda í heimaskólann og metið er hvort hann sé með í kennslustofunni eða sé til staðar í skólanum. Með tímanum er notað fjörun (e: fading) stuðningsfulltrúa úr skólanum og þá hafa kennarar í heimaskóla og nemandi aðgang að stuðningráðgjafanum ásamt kennara Vinakots símleiðis. Þetta á sér stað þegar að færni nemanda er komin á það stig að ekki er talin þörf á að stuðningsfulltrúi sé með honum í kennslustund og er gert í samráði við forráðarmenn og
félagsráðgjafa nemanda.