Sálfræðisvið Vinakots býður upp á samskiptanámskeið. Námskeiðið er fyrir alla sem vinna með börnum og unglingum. Það hentar vel fyrir stuðningsfulltrúa í skólum, ráðgjafa í búsetuúrræðum og starfsmenn félagsmiðstöðva og frístundaheimila.

Námskeiðið miðar að þeim ungmennum sem eiga erfitt uppdráttar í hópi, sýna erfiða og krefjandi hegðun í hópi og hafa lítinn sem engan áhuga á að tengjast starfsmönnum. Farið er yfir hvernig gott er að nálgast þennan hóp, hvernig við sem starfsmenn þurfum að vera innstillt í samskiptum okkar og hvað við þurfum að varast.

Markmið námskeiðsins er að auka færni þátttakenda í samskiptum við ungmenni.

Sálfræðingar Vinakots, Pétur Örn Svansson og Elvar Friðriksson, settu saman námskeiðið og hafa haldið það í ýmsum skólum við góðan orðstír.

Fyrir frekari upplýsingar eða bókanir má hafa samband í gegnum tölvupóst á petur@vinakot.is