Saga Vinakots
Fyrirtækið Vinakot ehf. hóf starfsemi sína árið 2005 og sérhæfði sig þá í sumardvöl fyrir fatlaða. Stofnandi og eigandi Vinakots, Aðalheiður Þ. Bragadóttir, hafði um árabil starfað með fólki sem þarfnast umtalsverðrar aðstoðar við athafnir daglegs lífs.
Eftir reynslu Aðalheiðar sem forstöðuþroskaþjálfi fannst henni sárlega vanta meira val á úrræðum yfir sumartímann hjá einstaklingum sem búa á sambýlum fyrir fatlaða. Var ákveðið að setja á laggirnar eigið fyrirtæki sem þjónustar fatlað fólk yfir sumartímann.
Eftirspurnin óx stöðugt og fljótlega kom upp mikill áhugi fyrir því að þjónustan væri einnig í boði yfir áramót. Áhersla var lögð á að búa til heimilislegt og notalegt andrúmsloft þar sem þjónustunotendur gátu skemmt sér vel í góðum félagsskap og notið handleiðslu fagfólks.
Starfsemi Vinakots tók stakkaskiptum í desember 2012 og í dag er lögð áhersla á þjónustu fyrir börn og ungmenni með tví- eða fjölþættan vanda. Vinakot er heimilislegt úrræði þar sem lögð er áhersla á notalegt viðmót og persónulega þjónustu.
Árið 2016 byrjaði Vinakot með skólaúrræði sem nefnist Skólakot. Erfitt er fyrir mörg ungmenni að stunda nám við hefðbundinn skóla og var vöntun eftir skólavist sem kom á móts við skjólstæðinga og þeirra þarfir. Námið er sérsniðið að hverjum og einum og undirbýr einnig skjólstæðinga undir frekara nám.
Senda fyrirspurn
Heimilisfang
Síðumúli 28, 108 Reykjavík
Vinakot ehf.
vinakot@vinakot.is
415-0810
Opnunartími skrifstofu
Mán – Fös: 8:00-16:00
Lau – Sun : Lokað