Við erum flutt í nýtt og rýmra skrifstofuhúsnæði í Síðumúla 28.

Á skrifstofunni eru sálfræðingar okkar tveir, ráðgjafa þroskaþjálfi, forstöðumaður, mannauðsstjóri, bókari og framkvæmdarstjóri. Deildarstjórar hafa einnig hér vinnuaðstöðu og sérkennari. Viðtöl við sálfræðinga og ráðgjafa þroskaþjálfa fara nú fram hér í góðu tómi.

Fræðslur fyrir starfsmenn munu einnig fara fram hér í Síðumúla, en við erum með gott fundarrými sem nýtist sem skólastofa þegar svo ber við. Fyrsta slíka fræðslan verður á morgun, þá verður upprifjunarnámskeið um öryggismál.