Verkefnum fjölgar stöðugt hjá okkur og því leitum við hjá Vinakoti eftir öflugum RÁÐGJÖFUM til starfa í vaktavinnu með ungmenni með fjölþættan vanda.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Þátttaka í einstaklingsáætlunum og teymisvinnu
• Hvetja og styðja ungmennin til sjálfstæðis og virkni
• Umönnun og félagslegur stuðningur
• Vera fyrirmynd fyrir ungmennin
• Almennt heimilishald

Hæfniskröfur
• Áhugi og metnaður fyrir að starfa með unglingum með fjölþættan vanda
• Reynsla af því að starfa með fólki
• Sveigjanleika og færni í mannlegum samskiptum
• Þekking á einhverfu er æskileg
• Menntun sem nýtist í starfi er æskileg
• Hreint sakavottorð í samræmi við lög
• 23 ára eða eldri

Aðrir þættir eru máli skipta
• Hæfni til að takast á við óvæntar aðstæður
• Frumkvæði, jákvæðni og áhugasemi í starfi

Bæði kynin eru hvött til að sækja um starfið. Starfshlutfall er breytilegt og ráðið er til framtíðar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamingum Vinakots við SFR.

Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á starf@vinakot.is merkt “RÁÐGJAFI”
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sóley Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri, soley@vinakot.is og Jóhanna Margrét Fleckenstein, forstöðumaður, johanna@vinakot.is.

– Fagmennska, umhyggja og traust eru gildin sem við vinnum eftir –