Jólin eru sérstakur tími og mörg erum við vanaföst um jólin. Flestir eiga sínar uppáhalds jólamyndir og geta jólin ekki byrjað fyrr en það er búið að horfa á Home Alone 1 og 2. Myndum 3, 4 og 5 er sleppt því þær voru lélegar. Sumir baka sörur og þrífa loksins hnífaparaskúffuna á meðan aðrir láta sér nægja að kíkja á jólatónleika.

Jólin eru tími þar sem kærleiksrík gildi eru í hávegum höfð. Gjafmildi, gleði og hlýja. En jólunum fylgir oft mikil streita og fyrir suma er þetta erfiðasti tími ársins sem einkennist af einmanaleika, kvíða og ótta.

Látum gott af okkur leiða yfir hátíðina, umvefjum þá sem minna mega sín, verum góð hvert við annað og framlengjum þessum góðu gildum langt inn í nýja árið.

Við hjá Vinakoti sendum landsmönnum nær og fjær okkar bestu jólakveðjur. Við þökkum öllum okkar samstarfsaðilum, þjónustuþegum og aðstandendum fyrir samstarfið á árinu og hlökkum til frekari ævintýra á því næsta.

Hafið það sem allra best um jólin,

Starfsfólk Vinakots