Hugmyndafræði Vinakots
Hugmyndafræði Vinakots byggist á því að setja ekki alla undir sama hatt. Hvert ungmenni er einstakt og hefur mismunandi þarfir. Við störfum eftir hugmyndafræðinni tengslamyndandi nálgun. Áhersla er á að starfsfólk hafi þekkingu og færni í að setja hegðun í merkingarbært samhengi. Það gerir starfsmönnum kleift að bregðast við á krefjandi aðstæðum á hlýjan en um leið gagnreyndan hátt. Það er gert með fræðslu og handleiðslu.
Tengslamyndandi nálgun og atferlismótandi kerfi:
Tengslamyndandi nálgun felur í sér fyrst og fremst að sýna umhyggju, hlýju og skilning í samskiptum við skjólstæðinga og ríka áherslu á fræðslu og handleiðslu starfsmanna.
Við notumst við atferlismótandi kerfi sem er sniðið að þörfum skjólstæðings og er styrkingarskilmálum haldið til haga í því formi sem hentar best að hverju sinni.
Senda fyrirspurn
Heimilisfang
Síðumúli 28, 108 Reykjavík
Vinakot ehf.
vinakot@vinakot.is
415-0810
Opnunartími skrifstofu
Mán – Fös: 8:00-16:00
Lau – Sun : Lokað