ATLAS

Atlast – Frístundaklúbbur

Atlas – Frístundarklúbbur

Frístundarklúbburinn Atlas er starfræktur á Hringhellu 9a en hann er fyrir grunnskólabörn á höfuðborgarsvæðinumeð fjölþættan vanda sem hafa meiri þjónustuþörf. Markmið okkar er margþætt og snýst meðal annars um að rjúfa félagslega einangrun og efla félagsfærniþjálfun með skipulögðu tómstundarstarfi.

Leiðarljós starfseminnar eru fagleg vinnubrögð, foreldrasamstarf og virðing fyrir einstaklingum, aðstandendum þeirra og öðru starfsfólki.

Ef þú ert með spurningar varðandi búsetu okkar getur þú sent tölvupóst á vinakot@vinakot.is eða haft samband í síma 415 0180.

Starfið í frístundarklúbbnum

Allir fá verkefni við sitt hæfi og byggjum við starfið á fjölbreytileika. Frjálsi leikurinn og útiveran er alltaf á sínum stað þar sem við bjóðum upp á fjölbreytt viðfangsefni og ferðir á leiksvæði eða skemmtileg útivistarstaði í kringum Hafnarfjörð.

SMIÐJUR

Boðið er uppá val á hverjum degi þar sem nemendur geta valið sér efni eða virkni við sitt hæfi og áhuga hverju sinni. Tvisvar í viku erum við síðan með þemasmiðjur þar sem börnin eru skuldbundin til þátttöku.

ÞEMASMIÐJUR

Markmið þemasmiðjunnar er að þjálfa börn upp í sveigjanleika og samvinnu með því að brjóta upp þeirra hefðbundnu dagskrá. Í hverri smiðju er unnið eftir ákveðnu efni þar sem þemað og viðfangsefnið er mismunandi milli smiðja. Smiðjurnar eiga að höfða til mismunandi styrkleika, áhugasviðs og færni nemenda og lögð verður áhersla á að þau kynnist betur þvert á aldurshópa. Í þessu felst mikil lífsleikni þar sem eldri kenna þeim yngri og öfugt. Nemendur geta komið með hugmyndir að þemasmiðjum og leitast er við að hafa þær áhugaverðar en í senn fræðandi fyrir nemendur.

Ef þú ert með spurningar varðandi búsetu okkar getur þú sent tölvupóst á vinakot@vinakot.is eða haft samband í síma 415 0180.

Þjónustan

Búsetuúrræði

Skólakot

Atlas