Meistaranemar í klíniskri sálfræði úr Háskóla Íslands komu síðastliðið föstudagskvöld, 3. febrúar, á fræðslukvöld í Vinakoti. Þau fengu kynningu á Vinakoti þar sem farið var yfir upphaf Vinakots, starfið og þróun þess og þá hugmyndafræði sem við vinnum eftir.

Að kynningu lokinni voru líflegar umræður þar sem sálfræðingar Vinakots gátu miðlað af reynslu sinni til verðandi sálfræðinga.

Vel heppnað kvöld í alla staði og þökkum við fyrir skemmtilega heimsókn.